Erlent

Hvalveiðar í Kanada

Mjaldurhvalir í sædýrasafninu í Valencia á Spáni.
Mjaldurhvalir í sædýrasafninu í Valencia á Spáni. MYND/AP

Lið veiðimanna í Kanada mun fara í leiðangur til þess að drepa um 80 Mjaldurhvali. Mjaldurhvalir eru litlir, um þrír til fimm metrar á lengd og hvítir á hörund. Hvalirnir sem á að veiða eru allir fastir í vatni sem á eftir að frysta eftir nokkrar vikur.

Hvalirnir eru fastir í vatni í Kanada sem er hluti af vatnakerfi sem er kölluð Eskimóavötnin. Ferðin til þess að veiða þá er farin af mannúðarástæðum en öruggt þykir að þeir muni allir drukkna þegar að síðasta gatið á yfirborði íssins á eftir að lokast. Einnig á að reyna að nýta kjötið af þeim en síðast þegar þetta gerðist voru hvalirnir ekki drepnir og reyndist kjötið þá ekki hæft til manneldis þegar þeir lokst létust.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×