Erlent

Milton Friedman látinn

Milton Friedman, sem lést í dag.
Milton Friedman, sem lést í dag. MYND/NM

Milton Friedman, helsti frummælandi hins frjálsa markaðar og handhafi Nóbelsverðlauna í hagfræði árið 1976 er látinn. Talsmaður fjölskyldunnar skýrði frá þessu nú rétt í þessu.

Friedman talaði ávallt fyrir frjálsu framtaki og um leið gegn hvers konar reglugerðum stjórnvalda sem gátu hamlað markaðnum. Hann lagði líka áherslu á peningamálastefnu sem miðaði að því að auka stöðugt peningaforða. Friedman var 94 ára þegar hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×