Demókratinn Webb lýsir yfir sigri í Virginíu 8. nóvember 2006 07:40 Jim Webb með dóttur sinni á kosninganótt MYND/AP Talningu er að ljúka í Virginíuríki. Demókratinn Webb er með 1.170.564 atkvæði, eða 50% og repúblikaninn George Allen hlaut 1.162.717 atkvæði eða 49% þegar búið er að telja 99% atkvæða. Munurinn er aðeins 7847 atkvæði. Svo mjótt er á mununum í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins í Virginíufylki að hugsanlega þarf að telja á ný. Það myndi þýða að ekki ræðst fyrr en í desember hvor flokkurinn hefur meirihluta í öldungadeildinni. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Endanlegar tölur um skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni hafa enn ekki verið birtar en Hvíta húsið hefur staðfest úrslitin. Erlendar fréttastofur segja demókrata líklega hafa náð rúmum meirihluta. Þetta eru slæmar fréttir fyrir repúblikanann Bush Bandaríkjaforseta því nú verður erfiðara fyrir hann að stjórna því hvaða lög eru samþykkt í þinginu. Með meirihluta í fulltrúadeildinni geta demókratar skipað þingnefndarformenn sem ráða miklu um frumvarpavinnu næstu tveggja ára. Þá geta þessir nefndarformenn stjórnað rannsóknum á opinberri stjórnsýslu og stefnu, til dæmis geta þeir rannsakað aðdragandann að Íraksstríðinu. Ennfremur telst til tíðinda að nú verður kona í fyrsta skipti forseti neðri deildar þingsins, Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Í Suður-Dakóta höfnuðu kjósendur nær algjöru banni við fóstureyðingum jafnvel eftir nauðgun eða sifjaspell, en fylkisþingið hafði samþykkt bannið í vor. Arnold Schwarzenegger heldur embætti sínu sem ríkisstjóri í Kaliforníu og Hillary Clinton heldur sæti sínu sem öldungadeildarþingmaður í New York en orðrómur segir að hún muni ekki sitja út kjörtímabilið heldur hyggi á forsetaframboð í vor. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Talningu er að ljúka í Virginíuríki. Demókratinn Webb er með 1.170.564 atkvæði, eða 50% og repúblikaninn George Allen hlaut 1.162.717 atkvæði eða 49% þegar búið er að telja 99% atkvæða. Munurinn er aðeins 7847 atkvæði. Svo mjótt er á mununum í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins í Virginíufylki að hugsanlega þarf að telja á ný. Það myndi þýða að ekki ræðst fyrr en í desember hvor flokkurinn hefur meirihluta í öldungadeildinni. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Endanlegar tölur um skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni hafa enn ekki verið birtar en Hvíta húsið hefur staðfest úrslitin. Erlendar fréttastofur segja demókrata líklega hafa náð rúmum meirihluta. Þetta eru slæmar fréttir fyrir repúblikanann Bush Bandaríkjaforseta því nú verður erfiðara fyrir hann að stjórna því hvaða lög eru samþykkt í þinginu. Með meirihluta í fulltrúadeildinni geta demókratar skipað þingnefndarformenn sem ráða miklu um frumvarpavinnu næstu tveggja ára. Þá geta þessir nefndarformenn stjórnað rannsóknum á opinberri stjórnsýslu og stefnu, til dæmis geta þeir rannsakað aðdragandann að Íraksstríðinu. Ennfremur telst til tíðinda að nú verður kona í fyrsta skipti forseti neðri deildar þingsins, Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Í Suður-Dakóta höfnuðu kjósendur nær algjöru banni við fóstureyðingum jafnvel eftir nauðgun eða sifjaspell, en fylkisþingið hafði samþykkt bannið í vor. Arnold Schwarzenegger heldur embætti sínu sem ríkisstjóri í Kaliforníu og Hillary Clinton heldur sæti sínu sem öldungadeildarþingmaður í New York en orðrómur segir að hún muni ekki sitja út kjörtímabilið heldur hyggi á forsetaframboð í vor.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira