Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða í október en greiningaraðilar höfðu spáð 0,4 prósentustiga hækkun milli mánaða. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent en greiningardeild Kaupþing spáir að hún muni hækka og verða 7,4 prósent í næstu mælingu.
Greiningardeildin segir í Efnahagsfréttum sínum að fasteignaverð muni leggja mest til hækkunar á vísitölunni en lækkun eldsneytisverðs mun vega á móti.