Viðskipti innlent

Landsbankinn mælir með kaupum í Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör. Mynd/Haraldur Jónasson

Greiningardeild Landsbankans segir rekstur Bakkavarar hafa gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Deildin segir í nýju mati á félaginu að verðmatsgengi gefi 62,5 og verði vænt verð eftir 12 mánuði 69,4 krónur á hlut. Deildin mælir því með kaupum á bréfum í Bakkavör.

Í verðmati greiningardeildarinnar segir ennfremur að sjóðstreymi félagsins sé sterkt og hafi það verið nýtt til að greiða langtímaskuldir hratt niður.

Lokagengi bréfa Bakkavarar var 60,4 við lokun markaða 31. október síðastliðinn og mælir deildin með að fjárfestar kaupi bréf í félaginu og yfirvogi þau í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðinum.

Verðmat Landsbankans á Bakkavör






Fleiri fréttir

Sjá meira


×