Viðskipti innlent

Spá hækkandi íbúðaverði

Reykjavík.
Reykjavík.

Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár.

Launahækkanir og fólksfjölgun virðast hafa unnið markaðinum í hag og að einhverju leyti mætt hækkun vaxta. Framvinda á fasteignamarkaði næstu 12 mánuði veltur þó að töluvert miklu leyti á þróun efnahagsmála, einkum þó atvinnuástandi, og því framboði sem nú er í pípunum.

Greiningardeildin telur hins vegar að íbúðaverð muni lækka um 1,5 prósent að raunverði á næsta ári miðað við verðbólguspá en hækka um 5,9 prósent eftir tvö ár.

Þá segir deildin að miðbæjaráhrifin verði sterkari á fleiri stöðum í borginni, þjónustukjarnar í úthverfunum stækki enn frekar og að fasteignaverð í kringum þá verði dýrari en því sem fjær þeim dregur.

Þá mun verðmunur á milli hverfa aukast frekar eftir því sem fólk kýs að stytta vegalengdina á milli heimilis og vinnu.

<a href="http://www.kbbanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=9418">Sérefni Kaupþings um horfur á fasteignamarkaði</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×