Viðskipti innlent

Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum

Eitt af skipum Eimskips.
Eitt af skipum Eimskips.

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé.

Í tilkynningu frá Eimskipi kemur fram að PTI hafi verið leiðandi í flutningum á frosnum fiski frá Alaska í yfir 20 ár. Fyrirtækið er með aðalskrifstofu í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna og umfangsmikla starfsemi í Dutch Harbor í Alaska, tengda rekstri á frystigeymslu og hafnaraðstöðu.

Ársvelta félagsins er um fimm til sex milljónir bandaríkjadala á ári eða um 340 til 408 milljónir íslenskra króna. EBITDA er í kringum 350 - 400 þúsund bandaríkjadali eða 24 til 27 milljónir króna.

Rekstur PTI mun heyra undir Ameríkusvið Eimskips sem Reynir Gíslason stýrir. Alan Peterson, fyrrverandi eigandi PTI Inc., mun gegna stöðu forstjóra PTI, en hann hefur áratuga reynslu í flutningum og umsýslu á frystum sjávarafurðum.í Alaska, að því er segir í tilkynningunni.

PTI hefur undanfarið flutt um 35.000 tonna á ári af fiski frá Alaska til austurlanda. Áætlanir næsta árs gera ráð fyrir flutningum uppá um 45.000 tonn. Heildarflutningar á Alaska svæðinu nema um 2,5 milljónum tonna á ári.

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=35928">Tilkynning frá Eimskipi til Kauphallar Íslands</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×