Erlent

PW Botha látinn

P.W. Botha er hér myndaður með Nelson Mandela en þeir áttu viðræður, á meðan Mandela var í fangelsi, sem talið er að hafi stuðlað að afnámi aðskilnaðarstefnunnar
P.W. Botha er hér myndaður með Nelson Mandela en þeir áttu viðræður, á meðan Mandela var í fangelsi, sem talið er að hafi stuðlað að afnámi aðskilnaðarstefnunnar MYND/AP

Fyrrum forseti Suður-Afríku, P.W. Botha, lést í gærkvöldi. Hann var níræður. Botha var forseti landsins frá 1978 til 1989. Á þeim tíma reyndi hann smám saman að auka réttindi minnihlutahópa í landinu en pólitísk réttindi voru aldrei aukin.

Hann studdi aðskilnaðarstefnuna, eða Apartheid, alla sína tíð og fram kom í viðtali sem var tekið við hann fyrir stuttu að hann sæi ekki eftir neinu sem hann hafði gert í stjórnartíð sinni. Botha var afkomandi hollenskra innflytjenda í Suður-Afríku en það voru þeir sem mynduðu Þjóðarflokkinn sem stóð að baki aðskilnaðarstefnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×