Endurkoma Schwarzeneggers 29. október 2006 13:54 Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira