Erlent

Barist gegn fordómum í Þýskalandi

Charlotte Knobloch, formaður Æðstaráðs Gyðinga í Þýskalandi, á blaðamannafundi um árásir gegn minnihlutahópum sem haldinn var í dag.
Charlotte Knobloch, formaður Æðstaráðs Gyðinga í Þýskalandi, á blaðamannafundi um árásir gegn minnihlutahópum sem haldinn var í dag. MYND/AP

Óttast er árásir nýnasista í Þýskalandi í ár verði mun fleiri en hefur mælst á hverju ári frá því Seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þetta er niðurstaða samtaka í Þýskalandi sem berjast gegn kynþáttafordómum þar í landi. Niðurstaða samtakanna er sú að árásir hafa verið margar í júní og júlí þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram í Þýskalandi.

Samkvæmt tölu frá þýsku alríkislögreglunni, sem birtar voru fyrr í þessum mánuði, sýna að árásum öfgasinnaðra hægrimanna á almenna borgara fjölgaði um 20%, eða um 8.000, á fyrstu 8 mánuðum þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum samtakanna voru árásir á gyðinga í júní og júlí rúmlega eitt þúsund. Þessar upplýsingar vekja ugg meðal ráðamanna í Þýskalandi. Innanríkisráðherra Þýskalands segir ljóst að stjórnvöld verði að grípa til harðra aðgerða til að snúa þessari þróun.

Það var í austurhluta landsins í júlí sem öfgasinnaðir hægrimenn brenndu eintök af Dagbók Önnu Frank og vakti það hörð viðbrögð hjá þýskum stjórnmálamönnum og baráttusamtökum gegn kynþáttafordómum.

Þýsk stjórnvöld ætla sér að leggja til hliðjar jafnvirði rúmlega 2 milljarða íslenskra króna á næsta ári fyrir verkefni sem eiga að stuðla að umburðarlyndi og vinna gegn fordómum. Eitthvað af þessu fé verður tekið frá verkefnum þar sem barist er gegn ofbeldi þeirra hópa sem boða kynþáttafordóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×