Berlingske Tidenes skýrir frá því í dag að danskir neytendur séu orðnir bjartsýnir á stöðu og framtíð efnahagsmála í Danmörku. Þetta kom í ljós í mánaðarlegri neytendakönnun sem Hagstofa Danmerkur framkvæmdi. Mælt er hvernig danskir neytendur meta ástand efnahagsmála á líðandi stundu sem og væntingar um stöðu þeirra og Danmerkur í heild að ári liðnu. Skoðun neytenda á líðandi stundu var eini þátturinn sem lækkaði en það er rakið til óánægju með stöðu félagsmála. Hinir tveir þættirnir juku hins vegar við sig og rifu væntingavísitöluna ofar en oft áður.
Erlent