Erlent

Maður handtekinn eftir áhlaup á rútu

Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum hefur handtekið 28 ára gamlan mann sem hélt því fram að hann væri með sprengju bundna um sig miðjan þegar rúta sem hann var á ferð með lagði á rútustöð á miðri Manhattan síðdegis í dag. Maðurinn er sagður andlega vanheill. Rútustöðin, sem er sú stærsta í borginni og þjónar 200 þúsund farþegum á dag, var rýmd að hluta vegna málsins.

Það var á kl. 16:30 að íslenskum tíma í dag sem rútunni var lagt á rútustöðinni. Maðurinn neitaði þá að fara úr rútunni og sagðist bera sprengju innan klæða. Eftir sat maðurinn, einn í rútunni og neitaði að fara út úr henni. Að lokum kom að því að lögregla réðst inn í hana og handtók manninn. Enn er leitað í rútunni að sprengju og óvíst hvenæra helmingur rútustöðvarinnar verður tekin í gagnið ný.

Ekki hefur fengist gefið upp hvort maðurinn bar sprengju á sér né hvað hann heitir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×