Erlent

Sagður andlega vanheill

Maðurinn sem gekk um borð í rútu í New York í dag og sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan er andlega vanheill að sögn lögreglu í borginni. Búið er að rýma um helming stærstu rútumiðstöðvar í borginni af ótta við hryðjuverk. Rútumiðstöðin er staðsett á miðri Manhattan og þjónar 200 þúsund farþegum á dag.

Lögregla segir að ákveðið hafi verið að rýma rútustöðina til öryggis. Fregnir bárust af því að maðurinn hefði farið í rútuna og kl. 16:30, að íslenskum tíma, þegar rútunni hafði verið lagt á rútustöðinni, hafi hann sagt að hann bæri sprengju innan klæða. Hann hafi síðan neitað að fara úr rútunni. Enginn annar farþegi mun vera í henni nú, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×