Spá minni hagnaði hjá Actavis 23. október 2006 14:31 Höfuðstöðvar Pliva í Zagreb í Króatíu. Actavis tilkynnti eftir lokun markaðar á föstudag að ákveðið hefði verið að gjaldfæra að fullu kostnað tengdan yfirtökuferlinu á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva. Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja fjórðungi ársins. Greiningardeildin segir Actavis hafa dregið sig úr yfirtökuferlinu fyrir skömmu því ekki þótti réttlætanlegt að greiða hærra verð fyrir Pliva en Actavis hafði boðið í samkeppni við bandaríska lyfjafyrirtækið. Actavis seldi því Barr allt hlutafé sitt í Pliva á yfirtökuverðinu 820 kúnur á hlut . Deildin segir ljóst að kostnaður félagsins umfram hagnað af sölu bréfanna í Pliva til Barr nemur 25 milljónum evra, 2,2 milljörðum króna, og leiði það til þess að deildin spáir minni hagnaði á fjórðungnum en áður. Þá segir greiningardeild Glitnis ennfremur að vonir hafi staðið til að Actavis myndi hagnast verulega á eignarhlut sínum í Pliva eftir því sem að Barr hækkaði tilboðsverð sitt. Yfirtökuferlið var þó sérlega flókið og kostnaðarsamt og höfðu stjórnendur Actavis bent sérstaklega á það. Nægir þar að nefna ítarlega áreiðanleikakönnun, kostnað vegna bankatryggingar og umsóknarferli til samkeppnisyfirvalda í 14 löndum. „Úr því sem komið var þótti stjórnendum Actavis betra að sætta sig við kostnaðinn og draga sig út úr yfirtökuferlinu en að yfirbjóða Barr enn einu sinni. Kostnaðurinn upp á 2,2 milljarða krónur er ágætis áminning til fjárfesta að ekki er allt gull sem glóir þegar útrás og yfirtökur eru annars vegar," segir greiningardeild Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Actavis tilkynnti eftir lokun markaðar á föstudag að ákveðið hefði verið að gjaldfæra að fullu kostnað tengdan yfirtökuferlinu á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva. Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja fjórðungi ársins. Greiningardeildin segir Actavis hafa dregið sig úr yfirtökuferlinu fyrir skömmu því ekki þótti réttlætanlegt að greiða hærra verð fyrir Pliva en Actavis hafði boðið í samkeppni við bandaríska lyfjafyrirtækið. Actavis seldi því Barr allt hlutafé sitt í Pliva á yfirtökuverðinu 820 kúnur á hlut . Deildin segir ljóst að kostnaður félagsins umfram hagnað af sölu bréfanna í Pliva til Barr nemur 25 milljónum evra, 2,2 milljörðum króna, og leiði það til þess að deildin spáir minni hagnaði á fjórðungnum en áður. Þá segir greiningardeild Glitnis ennfremur að vonir hafi staðið til að Actavis myndi hagnast verulega á eignarhlut sínum í Pliva eftir því sem að Barr hækkaði tilboðsverð sitt. Yfirtökuferlið var þó sérlega flókið og kostnaðarsamt og höfðu stjórnendur Actavis bent sérstaklega á það. Nægir þar að nefna ítarlega áreiðanleikakönnun, kostnað vegna bankatryggingar og umsóknarferli til samkeppnisyfirvalda í 14 löndum. „Úr því sem komið var þótti stjórnendum Actavis betra að sætta sig við kostnaðinn og draga sig út úr yfirtökuferlinu en að yfirbjóða Barr enn einu sinni. Kostnaðurinn upp á 2,2 milljarða krónur er ágætis áminning til fjárfesta að ekki er allt gull sem glóir þegar útrás og yfirtökur eru annars vegar," segir greiningardeild Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira