Fótbolti

Kennir dómaranum og vallaraðstæðum um tapið

Arsene Wenger var tilbúinn með góðar afsakanir fyrir tapi sinna manna í kvöld
Arsene Wenger var tilbúinn með góðar afsakanir fyrir tapi sinna manna í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger kennir dómaranum og lélegum vallaraðstæðum um tap Arsenal gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld, en viðurkennir að heimamenn hafi ráðið ferðinni löngum stundum í leiknum.

Wenger var mjög óhress með að markið sem Thierry Henry skoraði undir lok leiksins hefði verið dæmt af, en Henry þótti hafa lagt knöttinn fyrir sig með höndinni. "Það getur ekki verið að dómarinn hafi séð nokkuð athugavert við markið - það átti að standa. Stundum dæma dómararnir mörk og bera því við að þeir hafi ekki séð neitt, en nú er komið nýtt dæmi þar sem þeir dæma mörk af á þeim forsendum að þeir hafi séð eitthvað sem ekkert var. Þetta er vandamál," sagði Wenger og bætti við að vallarskilyrðin hafi ekki verið til að bæta hlut sinna manna.

"CSKA spilaði mjög vel og gerði okkur lífið leitt - sérstaklega í fyrri hálfleik, en vallaraðstæður voru mjög lélegar og ég skil ekki að svona vellir skuli vera leyfðir undir leiki í Meistaradeildinni. Lið CSKA á líka skilið að spila á betri velli, því þá verður liðið enn betra," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×