Avion Group semur um yfirtökutilboð 16. október 2006 13:48 Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að yfirtökutilboðið gildi í 10 daga frá því að það er sent hluthöfum félagsins. Jafnframt segir að eftir ítarlega skoðun á valmöguleikum varðandi framtíðarstefnu félagsins hafi stjórn Atlas Cold Storage ákveðið að tilboð Avion Group væri hagstætt fyrir hluthafa Atlas og mælir hún einróma með því að hluthafar taki nýju tilboði Avion Group. Fjárhagslegir ráðgjafar Atlas, BMO Capital Markets og Brascan Financial Real Estate Group hafa einnig komist að niðurstöðu um að tilboð Avion Group sé hagstætt fyrir hluthafa Atlas. Þeir hluthafar Atlas sem taka tilboði Avion eiga ekki lengur rétt á mánaðarlegum arðgreiðslum, að því er segir í tilkynningunni. Til að styðja við tilboðið hafa hluthafar í Atlas sem eiga um 20,6 prósenta hlut í félaginu ákveðið að styðja tilboð Avion Group og hafa skrifað undir samninga þess efnis. Hlutir sem Avion hefur samið um kaup á til viðbótar við þau 13,8 prósent sem Avion og KingStreet Capital Partners eiga nema samtals um 34,4 prósentum hlutafjár í Atlas. Haft er eftir David Williamson, forstjóra Atlas, að hækkað yfirtökutilboð Avion Group sé niðurstaða umfangsmikillar skoðunar á framtíðarmöguleikum félagsins. Haft hafi verið samband við 57 tilboðsgjafa og trúnaðarupplýsingar veittar. Sérstakt gagnaherbergi var opnað fyrir 22 aðilum. Þá hefur Avion einnig náð samkomulagi um að Atlas greiði Avion 15 milljónir kanadískra dala eða rúmar 897 milljónir króna ef kaupin gangi ekki eftir að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að yfirtökutilboðið gildi í 10 daga frá því að það er sent hluthöfum félagsins. Jafnframt segir að eftir ítarlega skoðun á valmöguleikum varðandi framtíðarstefnu félagsins hafi stjórn Atlas Cold Storage ákveðið að tilboð Avion Group væri hagstætt fyrir hluthafa Atlas og mælir hún einróma með því að hluthafar taki nýju tilboði Avion Group. Fjárhagslegir ráðgjafar Atlas, BMO Capital Markets og Brascan Financial Real Estate Group hafa einnig komist að niðurstöðu um að tilboð Avion Group sé hagstætt fyrir hluthafa Atlas. Þeir hluthafar Atlas sem taka tilboði Avion eiga ekki lengur rétt á mánaðarlegum arðgreiðslum, að því er segir í tilkynningunni. Til að styðja við tilboðið hafa hluthafar í Atlas sem eiga um 20,6 prósenta hlut í félaginu ákveðið að styðja tilboð Avion Group og hafa skrifað undir samninga þess efnis. Hlutir sem Avion hefur samið um kaup á til viðbótar við þau 13,8 prósent sem Avion og KingStreet Capital Partners eiga nema samtals um 34,4 prósentum hlutafjár í Atlas. Haft er eftir David Williamson, forstjóra Atlas, að hækkað yfirtökutilboð Avion Group sé niðurstaða umfangsmikillar skoðunar á framtíðarmöguleikum félagsins. Haft hafi verið samband við 57 tilboðsgjafa og trúnaðarupplýsingar veittar. Sérstakt gagnaherbergi var opnað fyrir 22 aðilum. Þá hefur Avion einnig náð samkomulagi um að Atlas greiði Avion 15 milljónir kanadískra dala eða rúmar 897 milljónir króna ef kaupin gangi ekki eftir að uppfylltum nokkrum skilyrðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira