Bandaríkjamaðurinn Mohamed Shorbagi hefur játað á sig fyrir dómi í Bandaríkjunum að hafa veitt Hamas-samtökunum fjárstuðning.
Shorbagi, sem er 42 ára, er imam í mosku í Georgíu-ríki. Í lok sumars var hann ákærður fyrir að styðja erlend hryðjuverkasamtök og gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi en bandarísk stjórnvöld skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök.
Shorbagi mun hafa veitt fé til samtaka sem vitað sér að styðji Hamas auk þess sem hann hafi boðið háttsettum fulltrúum Hamas til heimsóknar í mosku sína.
Shorbagi verður dæmdur til fangavistar sem stjórnvöld gætu mildað ef þau telji hann hafa veitt upplýsingar sem tryggi frekari handtökur.