Fulltrúar Rauða krossins hafa fengið aðganga að 14 grunuðum hryðjuverkamönnum sem fluttir voru í leynifangelsum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, til gæslu í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. Bandaríski herinn greindi frá þessu í dag.
Meðal fanganna er Khaldi Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, og tveir aðrir leiðtogar al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur sagt mennina 14 einhverja vestur og hættulegustu menn í heimi.
Samkvæmt nýtti löggjöf sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og bíður undirskriftar George Bush Bandaríkjaforseta, gætu mál þeirra farið fyrir herrétt í Bandaríkjunum.
Fulltrúar Rauða krossins munu hafa hitt mennina í fangabúðunum fyrst 25. september síðastliðinn. Um það bil 440 fangar eru í haldi Bandaríkjamanna á Kúbu.
16 fangar þar voru látnir lausir á dögunum. Þeir eru allir Afganar. Þeir voru endanlega látnir lausir í Kabúl í dag. Einn fangi til viðbótar hefur síðan verið framseldur til Marokkó.
Um það bil 335 fangar hafa verið fluttir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum síðan þær voru settar á laggirnar í janúar 2002. Áætlað er að 110 til viðbótar ferði annað hvort látnir lausir eða framseldir á næstunni.