Innlent

Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn

Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær.

Fram kemur í tilkynningu að Umferðarstofa og Forvarnahúsið hafi leitað eftir samstarfi við framhaldsskóla landsins og hafa margir þeirra þegar lýst yfir áhuga á samstarfi. Boðið verður upp á fimm klukkustunda námskeið þar sem mikið er lagt upp úr því að ungir ökumenn átti sig á kostum sínum og göllum í umferðinni.

Enn fremur segir í tilkynningu að þau níu ár sem þessi námskeið hafi verið haldin hafi verið fylgst náið með þátttakendum og árangur mældur. Tjónum hjá ungmennum hafi fækkað verulega og tjónatíðni verið allt að þrefalt lægri eftir námskeiðin.

Fyrstu námskeiðin verða um næstu helgi á Sauðárkróki og á Akureyri en fyrsta námskeiðið í Reykjavík verður mánudaginn 23. október í Forvarnahúsinu í Kringlunni 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×