Innlent

Baugsmenn kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, hafa lagt fram kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu, vegna málaferlanna á hendur sér.

Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja sig ekki hafa notið réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Lögmenn þeirra eru þeir Gestur Jónsson og Jakob Möller og hafa þeir þegar sent Mannréttindadómstólnum umsókn um að hann taki málið fyrir.

Í umsókninni er meðal annars vitnað í margvísleg ummæli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, bæði á heimasíðu hans og greinaskrifum, sem þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja til marks um að málsmeðferð þeirra hafi ekki verið eðlileg.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×