Innlent

Nýtt 4000 manna verkalýðsfélag

Nýtt 4000 manna verkalýðsfélag verður stofnað næstkomandi laugardag, þegar Félag Járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands sameinast. Nýja félagið verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins.

Markmið sameiningarinnar er að unnt verði að sinna kjaramálum enn betur

en gert hefur verið og efla t.a.m. þjónustu vegna persónubundinna

samninga og ráðgjöf um kjaramál.

Einnig er talið að mörg tækifæri

felist í faglegri símenntun, orlfosaðstaða félagsmanna verður

fjölbreyttari og sjúkrasjóðurinn betur í stakk búinn til að liðsinna

félagsmönnum.

Sjóðir félagsins verða mun sterkari í sameinuðu félagi og

auk þess er talið að fjárhagslegt hagræði geti numið allt að 22

milljónum á ári sem vonandi skilar sér í lækkuðum félagsgjöldum þegar

fram líða stundir. Nafn og merki hins nýja félags verður kynnt á stofnfundinum á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×