Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir 9. október 2006 19:31 Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira