Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm 4. október 2006 16:55 Luzhniki leikvangurinn í Moskvu hýsir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2008 Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira