Yfir fjögurþúsund útlendir vígamenn hafa fallið í bardögum við bandaríska hermenn í Írak, að sögn leiðtoga Al kæda í landinu. Leiðtoginn segir þetta á hljóðbandi sem var sett á netið. Hann tilgreinir ekki hvaðan þessir vígamenn hafa komið, en vitað er að til Íraks hafa komið margir sjálfboðaliðar frá Sýrlandi, Íran og fleiri múslimaríkjum.
Erlent