Fótbolti

Schaaf ætlar að koma Barcelona á óvart

Evrópumeistarar Barcelona fá væntanlega óblíðar móttökur í Bremen í kvöld
Evrópumeistarar Barcelona fá væntanlega óblíðar móttökur í Bremen í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Lið Werder Bremen hefur ekki unnið sigur í fimm síðustu leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu en Thomas Schaaf þjálfari ætlar sér að koma Evrópumeisturum Barcelona á óvart í kvöld þegar liðin mætast í A-riðli á Westerstadion í Bremen. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30.

"Okkur er eiginlega alveg sama hvort Barcelona er talið sigurstranglegra eða ekki. Við vitum hvað við getum og förum inn í þennan leik til að ná góðum úrslitum. Við höfum miklar væntingar á sjálfa okkur og ætlum okkur að fylgja þeim eftir. Við spiluðum vel gegn Chelsea en höfðum ekki heppnina með okkur, en stefnan er að setja pressu á Barcelona og halda hreinu," sagði Schaaf.

Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega á varamannabekk Barcelona sem fyrr en hér fyrir neðan gefur að líta líkleg byrjunarlið í kvöld.

Bremen: Tim Wiese; Clemens Fritz, Per Mertesacker,

Naldo, Pierre Wome; Frank Baumann, Torsten Frings, Tim Borowski, Diego;

Miroslav Klose, Ivan Klasnić.

Barcelona: Víctor

Valdés; Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram, Carles Puyol, Giovanni van

Bronckhorst; Andrés Iniesta, Edmílson, Deco; Lionel Messi, Samuel

Eto'o, Ronaldinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×