Taílenska herforingjastjórnin bannaði í dag alla stjórnmálastarfsemi í landinu, bæði fundi stjórnmálaflokka og aðra starfsemi sem snýr að stjórnmálum. Þetta gerir stjórnin tveimur dögum eftir að forsætisráðherra landsins var steypt af stóli og ber herinn því við að verið sé að tryggja að stjórnarskrábundið konungsveldi starfi á eðlilegan hátt eftir breytingarnar, eins og það var orðað í tilkynningu sem lesin var í taílensku sjónvarpi. Ekki var gefið upp hvenær stjórnmálaflokkar mættu aftur boða til funda.
Erlent