Hvetur til þess að páfi verði myrtur 16. september 2006 16:06 Harðlínuklerkur múslima í Sómalíu hvetur trúbræður sína til að elta Benedikt XVI. páfa uppi og myrða hann. Páfi sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist harma það að ummæli sín um Múhameð spámann hafi verið tekin sem móðgun við múslima. Flestir múslimar segja afsökunarbeiðnina ekki duga. Abubukar Hassan Malin er áhrifamikill harðlínuklerkur í Sómalíu. Hann gengur svo langt að hvetja trúbræður sína til að elta páfa uppi og myrða hann fyrir það sem hann kallar gróf ummæli páfa í ræðu hans í Regensburg í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar vitnaði hann til 14. aldar keisara Austrómverska ríkisins sem sagði Múhameð spámann hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Malin segir ummælin jafn slæm og bókina Söngva Satans eftir Salman Rushdi. Andlegir og veraldlegir leiðtogar múslima víða um heim, sem og almennir múslimar, hafa fordæmt ummælin og sagt þau móðgun við múslima. Talsmaður páfagarðs sagði í gær að það hefði alls ekki verið ætlun páfa að móðga nokkrun. Hann hafi viljað efla samkennd meðal trúarhópa. Gerð hefur verið krafa um að páfi biðjist afsökunar tafarlaust. Heimildarmenn Reuters fréttastofunar í Páfagarði segjast óttast um öryggi páfa, sér í lagi eftir að eldsprengjum var kasta á þrjár kirkjur á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Það var svo í morgun sem páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að sér þyki miður að ræða sín hafi verið túlkuð sem móðgun við múslima. Hann virði alla þá sem aðhyllist múhameðstrú og voni að múslimar skilji innihald ræðu sinnar. Talsmaður bræðralagas múslima í Egyptalandi segir afsökunarbeiðnina ekki duga.. Hann þurfi að biðjast afsökunar með persónulegri hætti. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segir ræðu páfa hafa verið ljóta og honum beri að draga ummæli sín til baka. Hann hafi talað eins og stjórnmálamaður en ekki trúarleiðtogi. Benedikt páfi XVI. er væntanlegur í heimsókn til Tyrklands í nóvember. Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Harðlínuklerkur múslima í Sómalíu hvetur trúbræður sína til að elta Benedikt XVI. páfa uppi og myrða hann. Páfi sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist harma það að ummæli sín um Múhameð spámann hafi verið tekin sem móðgun við múslima. Flestir múslimar segja afsökunarbeiðnina ekki duga. Abubukar Hassan Malin er áhrifamikill harðlínuklerkur í Sómalíu. Hann gengur svo langt að hvetja trúbræður sína til að elta páfa uppi og myrða hann fyrir það sem hann kallar gróf ummæli páfa í ræðu hans í Regensburg í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar vitnaði hann til 14. aldar keisara Austrómverska ríkisins sem sagði Múhameð spámann hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Malin segir ummælin jafn slæm og bókina Söngva Satans eftir Salman Rushdi. Andlegir og veraldlegir leiðtogar múslima víða um heim, sem og almennir múslimar, hafa fordæmt ummælin og sagt þau móðgun við múslima. Talsmaður páfagarðs sagði í gær að það hefði alls ekki verið ætlun páfa að móðga nokkrun. Hann hafi viljað efla samkennd meðal trúarhópa. Gerð hefur verið krafa um að páfi biðjist afsökunar tafarlaust. Heimildarmenn Reuters fréttastofunar í Páfagarði segjast óttast um öryggi páfa, sér í lagi eftir að eldsprengjum var kasta á þrjár kirkjur á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Það var svo í morgun sem páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að sér þyki miður að ræða sín hafi verið túlkuð sem móðgun við múslima. Hann virði alla þá sem aðhyllist múhameðstrú og voni að múslimar skilji innihald ræðu sinnar. Talsmaður bræðralagas múslima í Egyptalandi segir afsökunarbeiðnina ekki duga.. Hann þurfi að biðjast afsökunar með persónulegri hætti. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segir ræðu páfa hafa verið ljóta og honum beri að draga ummæli sín til baka. Hann hafi talað eins og stjórnmálamaður en ekki trúarleiðtogi. Benedikt páfi XVI. er væntanlegur í heimsókn til Tyrklands í nóvember.
Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira