Kosningabaráttan í Svíþjóð harðnar stöðugt 15. september 2006 12:30 Leiðtogar flokkanna í Svíþjóð. Efst til hægri: Lars Leijonborg (Þjóðarflokknum), Fredrik Reindfeldt (Íhaldsflokknum), Maud Olofsson (Miðjuflokknum), Göran Hagglund (Kristilegum demókrötum) og Nils Lundgren (Júnílistanum). Neðri röð: Gudrun Schyman (Kvennaframboðinu) Göran Persson (Jafnaðarmannaflokknum), Lars Ohly ( Vinstri flokknum) Peter Eriksson and Maria Wetterstrand (Græningjum ). MYND/AP Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði. Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði.
Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira