Sport

Sao Paulo - Boca Juniors í beinni í nótt

Liðsmenn Boca Juniors hafa 2-1 forystu úr fyrri leiknum
Liðsmenn Boca Juniors hafa 2-1 forystu úr fyrri leiknum

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar í nótt klukkan hálf eitt þegar erkifjendurnir Sao Paulo og Boca Juniors mætast í meistarakeppni félagsliða í Suður-Ameríku. Þarna mætast tvö af sterkustu liðum Brasilíu og Argentínu á knattspyrnuvellinum og því ljóst að litlir kærleikar verða milli liðanna í nótt.

Þetta er síðari leikur liðanna í keppninni, en Boca vann fyrri leikinn 2-1 á heimavelli sínum LaBombanera í Buenos Aires, þar sem ungstirnið Rodrigo Palacio skoraði bæði mörk argentínska liðsins.

Útsending í kvöld hefst eins og áður sagði klukkan 0:30 og um lýsinguna sér enginn annar en Benedikt Bóas Hinriksson, sérfræðingur Sýnar í suður-amerískri knattspyrnu. Rétt er að hvetja alla knattspyrnuáhugamenn að laga sterkt kaffi í kvöld og fylgjast með leiknum, en eins og flestir vita er alltaf stutt í stórkostleg tilþrif og dramatík þegar lið frá þessum löndum leiða saman hesta sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×