Fótbolti

Við vorum nokkuð heppnir

Arsene Wenger
Arsene Wenger NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger viðurkenndi að hans menn hefðu verið nokkuð heppnir í kvöld þegar þeir báru sigurorð af Hamburg 2-1 á útivelli í meistaradeildinni. Hamburg missti markvörð sinn af velli með rautt spjald strax í upphafi leiks og sagði Wenger atvikið hafa minnt sig mikið á úrslitaleikinn í meistaradeildinni í vor.

"Þetta var að mínu viti mjög mikilvæg frammistaða hjá liðinu og sigurinn var gríðarlega mikilvægur. Það er vissulega erfitt að meta frammistöðu liðsins eftir að við urðum manni fleiri strax í byrjun, en þetta minnti mig mikið á úrslitaleikinn í meistaradeildinni forðum.

Það var mesta synd að þeir þyrftu að missa mann af velli, því þetta hefði orðið verulega áhugaverður leikur ef við hefðum verið 11 á móti 11. Þeir létu mótlætið þó ekki buga sig og leikurinn var mjög erfiður þangað til við náðum að skora annað markið - og jafnvel þá neituðu þeir að játa sig sigraða," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×