Sport

Risastökk hjá Íslenska landsliðinu

Íslenska landsliðið hækkar vel á styrkleikalista FIFA að þessu sinni
Íslenska landsliðið hækkar vel á styrkleikalista FIFA að þessu sinni Mynd/Valli

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tekur mikið stökk á FIFA-listanum sem birtur var í dag, en liðið hefur hækkað um 19 sæti síðan listinn var birtur síðast. Ísland var í 106. sæti síðast en er nú komið í 87. sætið. Englendingar eru komnir í 4. sætið, upp fyrir heimsmeistara Ítalíu og er þetta besti árangur Englendinga á listanum í sögunni, en liðið náði í 4. sætið árið 1997.

Hvað stig varðar, náðu Frakkar og Norður-Írar að hækka sig mest á listanum eftir góða sigra á Ítölum og Spánverjum. Frakkar hækkuðu um tvö sæti og sitja í öðru sæti, en Norður-Írar eru komnir í 58. sætið og fara upp um 14 sæti. Brasilíumenn eru enn í efsta sæti listans, en þeir eiga ekki alvöru landsleik fyrr en á næsta ári og því eiga Frakkar ágæta möguleika á að komast í efsta sætið á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×