Komu í veg fyrir alvarlega árás 12. september 2006 12:00 MYND/AP Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus. Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus.
Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira