Sport

Íslendingarnir stóðu sig vel

Einn leikmanna Hamborg skorar auðvelt mark í leiknum gegn Minden í dag. Snorri Steinn Guðjónsson horfir á úr fjarlægð og getur lítið að gert.
Einn leikmanna Hamborg skorar auðvelt mark í leiknum gegn Minden í dag. Snorri Steinn Guðjónsson horfir á úr fjarlægð og getur lítið að gert. Getty Images

Íslensku handboltamennirnir í þýska handboltanum voru í sviðsljósinu í dag þegar fimm leikir fóru fram.

Áður hefur komið fram hér á Vísi að Flensborg vann Gummersbach í stórleik dagsins en Lemgo heldur sigurgöngu sinni í deildinni áfram og hefur nú unnið alla fjóra leiki sína. Logi Geirsson skoraði sex mörk fyrir liðið sem lagði Wilhelmshavener, 31-41, í dag en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Wilhelmshavener.

Meistarar Kiel burstuðu Bailingen á útivelli, 38-25, en eru nokkuð á eftir efstu liðum deildarinnar eftir tapið gegn Gummersbach í síðustu viku.

Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk og Alexander Petersson fjögur fyrir Grosswallstadt sem lagði Lubbecke af velli, 29-25. Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Lubbecke.

Þá steinlá Minden á heimavelli fyrir Hamburg, 16-28. Snorri Steinn Guðjónsson var einna skástur í liði heimamanna og skoraði fimm mörk en Einar Örn Jónsson skoraði eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×