Sport

Lampard verður áfram vítaskytta

Lampard virðist hafa misst sjálfstraustið á vítapunktinum.
Lampard virðist hafa misst sjálfstraustið á vítapunktinum. MYND/Getty

Frank Lampard misnotaði vítaspyrnu í leik Chelsea og Charlton í dag og hefur nú aðeins nýtt eina af síðustu fjórum vítaspyrnum sínum. Þrátt fyrir það ætlar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, að láta Lampard halda áfram að taka vítin.

"Eina leiðin til að misnota vítaspyrnu er ef þú hefur hugrekkið til að taka hana. Hann hefur kjarkinn og hefur haft hann síðustu tvö ár og skorað mörg mikilvæg mörk úr vítaspyrnum fyrir okkur. Hann fær tækifæri til að taka vítaspyrnu aftur. Ég treysti honum fullkomnlega," sagði Mourinho.

"Frank þarf enga vorkunn. Hann er ótrúlegur leikmaður og er að mínu mati að spila vel fyrir Chelsea. En stundum misnota bestu leikmennirnir vítaspyrnur," bætti Portúgalinn við.

Mourinho var einnig spurður að því af hverju hann hefði tekið Wayne Bridge fram yfir Ashley Cole í byrjunarlið Chelsea í dag. "Vegna þess að Ashley spilaði tvo landsleiki með stuttu millibili en ekki Wayne," svaraði Mourinho að bragði. "Auk þess hafði Bridge spilað vel fyrir okkur í síðustu leikjum og síðustu vikur hafa ekki verið þær auðveldustu fyrir Ashley," sagði Mourinho en Cole kom inn á í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×