Birgir Tjörvi á villigötum 9. september 2006 17:31 Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar