Sport

Vill að Sanchez verði áfram

Hefur stuðning frá leikmönnum Norður-Írska landsliðsins.
Hefur stuðning frá leikmönnum Norður-Írska landsliðsins. Getty Images

David Healy, sóknarmaður Norður-Írska landsliðsins í fótbolta, hefur beðið Lawrie Sanchez, þjálfara liðsins, um að halda áfram með liðið út undankeppni EM. Eins og kunnugt er var Sanchez ekki ánægður með fjölmiðla í landi sínu eftir að íslenska landsliðið gjörsigraði liðið ytra í síðustu viku.

Sanchez svaraði gagnrýninni með stórglæsilegum 3-2 sigri á Spánverjum í vikunni þar sem Healy skoraði öll þrjú mörk Norður-Íra. Eftir leikinn heyrðust raddir þess efnis að Sanchez ætlaði að segja starfi sínu lausu en nú hefur Healy komið fram og grátbeðið þjálfarann um að vera áfram.

"Ekki hætta Lawrie, okkur leikmönnum finnst þetta landslið eiga möguleika á að gera eitthvað stórt," sagði Healy í samtali við BBC í Írlandi. "Landsliðið er á uppleið og við höfum sýnt að við getum unnið hvaða lið sem er. Sanchez er rétti maðurinn til að stýra liðinu," sagði Healy ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×