Vildi frekar halda Carrick en að græða peninga 8. september 2006 15:41 Martin Jol, stjóri Tottenham Nordicphotos/Getty images. Martin Jol og félagar í Tottenham hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir að selja landsliðsmanninn Michael Carrick í ljósi lélegrar byrjunar liðsins á fyrstu vikum ensku úrvalsdeildarinnar. Jol segist hinsvegar ekkert hafa geta gert í máli Carrick, því leikmaðurinn hefði viljað fara nær heimaslóðum sínum til Manchester United. "Ef valið hefði staðið milli þess að halda Carrick eða fá fúlgur fjár fyrir hann, hafði ég valið að halda honum. Hann var stór partur í miðjuspili okkar og ég var ánægður með hann, en hann vildi fara og því var ekkert sem ég gat gert. Ég gef honum það þó að hann var hreinskilinn allan tímann. Carrick kom til mín og sagði að hann myndi halda áfram ef þess yrði óskað, en sagðist gjarnan vilja fara til Manchester United," sagði Jol og bætti við að hann hefði fulla trú á að menn eins og Didier Zokora næðu að fylla skarð hans. "Þetta er bara stundum svona í fótboltanum. Carrick vildi fara, en skömmu síðar lá ljóst fyrir að menn á borð við Zokora og Dimitar Berbatov vildu koma til okkar frekar en annara liða - stundum tapar maður og stundum vinnur maður," sagði Hollendingurinn, sem mætir einmitt Michael Carrick og félögum í Manchester United á Old Trafford um helgina. United hefur verið heitasta liðið í upphafi leiktíðar á Englandi og þar hefur Tottenham ekki unnið síðan árið 1989, þegar Gary Lineker skoraði stórkostlegt mark sem réði úrslitum. Ekki er heldur langt síðan viðureign þessara liða var í fyrirsögnum allra blaða þegar liðin skildu jöfn, en Pedro Mendes skoraði þá fullkomlega löglegt mark frá miðju, sem ekki var dæmt gilt af sjóndöprum línuverði. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Martin Jol og félagar í Tottenham hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir að selja landsliðsmanninn Michael Carrick í ljósi lélegrar byrjunar liðsins á fyrstu vikum ensku úrvalsdeildarinnar. Jol segist hinsvegar ekkert hafa geta gert í máli Carrick, því leikmaðurinn hefði viljað fara nær heimaslóðum sínum til Manchester United. "Ef valið hefði staðið milli þess að halda Carrick eða fá fúlgur fjár fyrir hann, hafði ég valið að halda honum. Hann var stór partur í miðjuspili okkar og ég var ánægður með hann, en hann vildi fara og því var ekkert sem ég gat gert. Ég gef honum það þó að hann var hreinskilinn allan tímann. Carrick kom til mín og sagði að hann myndi halda áfram ef þess yrði óskað, en sagðist gjarnan vilja fara til Manchester United," sagði Jol og bætti við að hann hefði fulla trú á að menn eins og Didier Zokora næðu að fylla skarð hans. "Þetta er bara stundum svona í fótboltanum. Carrick vildi fara, en skömmu síðar lá ljóst fyrir að menn á borð við Zokora og Dimitar Berbatov vildu koma til okkar frekar en annara liða - stundum tapar maður og stundum vinnur maður," sagði Hollendingurinn, sem mætir einmitt Michael Carrick og félögum í Manchester United á Old Trafford um helgina. United hefur verið heitasta liðið í upphafi leiktíðar á Englandi og þar hefur Tottenham ekki unnið síðan árið 1989, þegar Gary Lineker skoraði stórkostlegt mark sem réði úrslitum. Ekki er heldur langt síðan viðureign þessara liða var í fyrirsögnum allra blaða þegar liðin skildu jöfn, en Pedro Mendes skoraði þá fullkomlega löglegt mark frá miðju, sem ekki var dæmt gilt af sjóndöprum línuverði.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira