Stíg aldrei fæti inn í Helsinki framar 5. september 2006 17:30 Eremenko segir Finna hrokafulla og dauðsér eftir því að hafa gerst finnskur ríkisborgari NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. Eremenko spilar með Saturn Ramenskoye í rússnesku úrvalsdeildinni, en þessi 23 ára gamli framherji var markahæsti leikmaður finna í undankeppni HM og hefur spilað 24 landsleiki fyrir Finna. Hann segist ekki þola finna og kann miklu betur við Svía. "Mér líður miklu betur í Rússlandi en í Finnlandi, því ég er auðvitað Rússi. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að spila í Rússlandi," sagði Eremenko, en faðir hans spilaði með liði í Helsinki á sínum tíma. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi frekar spila með finnska landsliðinu en því rússneska, en ég vissi ekki hvað framtíðin bar í skauti sér þegar ég gerðist finnskur ríkisborgari og datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga möguleika á að komast í rússneska landsliðið. Ég dauðsé eftir þessu, en ég get víst ekki breytt neinu úr þessu," sagði leikmaðurinn, en yngri bróðir hans er einmitt í U-21 árs landsliði Finna. Eremenko segist hafa orðið fyrir fordómum í Finnlandi. "Ég hef fengið að heyra allt mögulegt á ferli mínum í Finnlandi, því ég lít auðvitað ekki út eins og flestir hér í finnlandi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki búa í Finnlandi og kem því aðeins hingað til að heimsækja foreldra mína. Ég er rússi þó ég leiki fyrir Finnland, en forðast að koma til landsins og stíg aldrei fæti til Helsinki framar," sagði framherjinn, sem talar bæði sænsku og finnsku. "Finnar eru hrokafullir og leiðinlegir, en Svíarnir eru miklu vingjarnlegri og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir fara í taugarnar á hver öðrum," sagði Eremenko að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira
Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. Eremenko spilar með Saturn Ramenskoye í rússnesku úrvalsdeildinni, en þessi 23 ára gamli framherji var markahæsti leikmaður finna í undankeppni HM og hefur spilað 24 landsleiki fyrir Finna. Hann segist ekki þola finna og kann miklu betur við Svía. "Mér líður miklu betur í Rússlandi en í Finnlandi, því ég er auðvitað Rússi. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að spila í Rússlandi," sagði Eremenko, en faðir hans spilaði með liði í Helsinki á sínum tíma. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi frekar spila með finnska landsliðinu en því rússneska, en ég vissi ekki hvað framtíðin bar í skauti sér þegar ég gerðist finnskur ríkisborgari og datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga möguleika á að komast í rússneska landsliðið. Ég dauðsé eftir þessu, en ég get víst ekki breytt neinu úr þessu," sagði leikmaðurinn, en yngri bróðir hans er einmitt í U-21 árs landsliði Finna. Eremenko segist hafa orðið fyrir fordómum í Finnlandi. "Ég hef fengið að heyra allt mögulegt á ferli mínum í Finnlandi, því ég lít auðvitað ekki út eins og flestir hér í finnlandi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki búa í Finnlandi og kem því aðeins hingað til að heimsækja foreldra mína. Ég er rússi þó ég leiki fyrir Finnland, en forðast að koma til landsins og stíg aldrei fæti til Helsinki framar," sagði framherjinn, sem talar bæði sænsku og finnsku. "Finnar eru hrokafullir og leiðinlegir, en Svíarnir eru miklu vingjarnlegri og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir fara í taugarnar á hver öðrum," sagði Eremenko að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira