Innlent

Ekki líklegt að verði slátrað í Búðardal

Óvíst er hvort slátrað verður í sláturhúsinu í Búðardal í framtíðinni en 66 milljónum var varið í viðamiklar endurbætur á húsinu í fyrra. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan þá framseldi óvænt samning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga í byrjun ágúst. Bændur í Dalasýslu þurfa því að flytja fé sitt annað til slátrunar.

Óvíst er hvort slátrað verður í sláturhúsinu í Búðardal í framtíðinni en 66 milljónum var varið í viðamiklar endurbætur á húsinu í fyrra. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan þá framseldi óvænt samning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga í byrjun ágúst. Bændur í Dalasýslu þurfa því flytja fé sitt annað til slátrunar. Lára Ómarsdóttir

Húsið fékk ekki starfsleyfi árið 2004 og í framhaldi af því var ákveðið að gera miklar lagfæringar á því. Í fyrra gerði sveitarfélagið Dalabyggð samning við Norðlenska um leigu á húsnæðinu og kaup á hlut í húsinu. Síðasta haust var svo 15000 skepnum slátrað í húsinu en um 40 starfsmenn unnu þar þegar mest var. Nú hefur sveitarfélagið samið við Kaupfélag Skagfirðinga, KS, um rekstur á húsinu.

Tilkynning Norðlenska kom sveitarstjórnarmönnum í opna skjöldu og Gunnólfur segir að því hafi lítið annað verið hægt að gera nema semja við KS.

Samningurinn er til fjögurra og hálfs árs og tryggir KS með rekstrinum 5 heilsársstörf. Ekki er enn ljóst hvenær eða hvort slátrað verður aftur í húsinu. Eitt er þó öruggt að það verður ekki slátrað þar í haust. Bændur þurfa því að leita annað.

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndra, sagði í samtali við fréttastofu að nú velti menn fyrir sér hvort KS og svietarfélagið ætli sér að úrelda sláturhúsið og sækja til þess styrk til landbúnaðarráðuneytisins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×