Innlent

Einstaklingsmiðuð heimaþjónusta

Heimaþjónusta hins opinbera við sjúka og aldraða dugir ekki til, því að fjöldi fólks vill kaupa sér meiri þjónustu af einkafyrirtæki.

Heimahjúkrun hefur að mestu leiti verið í umsjá hins opinbera, þó að fyrirtæki eins og Liðsinni hafi hlaupið undir bagga og útvegað hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og félagsliða vegna aukinnar eftirspurnar undanfarin misseri. Hingað til hefur fyrirtækið bara starfað fyrir stofnanir og fyrirtæki, en ekki lengur. Eftirspurn einstaklinga eftir heimaþjónustu hefur rokið upp og á tímabili fékk Liðsinni fimm til sex símtöl á hverjum einasta degi frá einstaklingum sem falast eftir heimaþjónustu. Nú hefur fyrirtækið brugðist við þessu og frá og með deginum í dag geta einstaklingar þannig sótt um heimaþjónustu hvers konar, og ekki endilega bara sams konar þjónustu og hið opinbera veitir.

Margir sem hringja í fyrirtækið vilja fá aðstoð við að elda, fara til læknis eða út í búð svo að fátt eitt sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×