Innlent

14 milljóna viðbótarframlag til Palestínu

Frá ráðstefnunni í Stokkhólmi í dag.
Frá ráðstefnunni í Stokkhólmi í dag. MYND/AP

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem nemur um 14 milljónum króna. Kemur það til viðbótar ríflega sex milljóna króna framlagi til Rauða hálfmánans í Palestínu og sjö milljóna framlagi til Flóttamannaaðstoðar Palestínumanna. Viðbótarframlaginu verður skipt jafnt á milli Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Matvælaáætlunar samtakanna en tilkynnt var um það á alþjóðlegri framlagaráðstefnu í Stokkhólmi í dag til aðstoðar sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×