Innlent

Heilbrigðisráðherra í opinberri heimsókn í Kína

MYND/Hari

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, er nú í opinberri heimsókn í Kína þar sem hún hefur hitt kínverskan starfsbróður sinn, Gao Quiang, og rætt samstarf þjóðanna á heilbrigðissviði. EFtir því sem fram kemur á vef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins var á fundinum velt upp möguleikum á að efla samstarf þjóðanna á vinnu- og fræðslusviði innan heilbrigðisþjónustu. Siv hefur einnig fundað með utanríkisráðherra Kína þar sem almenn samskipti þjóðanna voru á dagskrá. Opinber heimsókn Sivjar lýkur síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×