Hátekjufólk borgar hlutfallslega lægri skatta en meðalmaður 31. ágúst 2006 14:00 MYND/NFS Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira