Fékk 250 þúsund króna hækkun á mánuði 24. ágúst 2006 12:02 Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins. Launatengdur kostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar, Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, er tæp ein komma tvær milljónir á mánuði og hefur hækkað um 250 þúsund síðan á síðasta kjörtímabili, þegar Einar Njálsson var bæjarstjóri. Þá er ótalinn kostnaður sveitarfélagsins við bíl sem sveitarfélagið hefur á rekstrarleigu og borgar rúmar 100 þúsund krónur á mánuði fyrir. Þar ofan á bætist bensínkostnaður og allur rekstrarkostnaður af bílnum sem sveitarfélagið borgar en bæjarstjórinn hefur ótakmörkuð afnot af bílnum. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir þetta stinga í stúf við stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem sagðist myndu taka til hendinni og skera niður kostnað við yfirbyggingu sveitarfélagsins. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa farið mikinn og lofað sparnaði í rekstrarkostnaði og launakostnaði ráðhússins. Aðspurð hvort ekki sé bara verið að hækka laun bæjarstjórans til jafns við það sem gerist og gengur í sveitarfélögum af sambærilegri stærð segir hún að það sé vissulega það sem meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna haldi fram en að engin gögn hafi verið lögð fram því til stuðnings um launakostnað í öðrum sveitarfélögum. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins. Launatengdur kostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar, Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, er tæp ein komma tvær milljónir á mánuði og hefur hækkað um 250 þúsund síðan á síðasta kjörtímabili, þegar Einar Njálsson var bæjarstjóri. Þá er ótalinn kostnaður sveitarfélagsins við bíl sem sveitarfélagið hefur á rekstrarleigu og borgar rúmar 100 þúsund krónur á mánuði fyrir. Þar ofan á bætist bensínkostnaður og allur rekstrarkostnaður af bílnum sem sveitarfélagið borgar en bæjarstjórinn hefur ótakmörkuð afnot af bílnum. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir þetta stinga í stúf við stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem sagðist myndu taka til hendinni og skera niður kostnað við yfirbyggingu sveitarfélagsins. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa farið mikinn og lofað sparnaði í rekstrarkostnaði og launakostnaði ráðhússins. Aðspurð hvort ekki sé bara verið að hækka laun bæjarstjórans til jafns við það sem gerist og gengur í sveitarfélögum af sambærilegri stærð segir hún að það sé vissulega það sem meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna haldi fram en að engin gögn hafi verið lögð fram því til stuðnings um launakostnað í öðrum sveitarfélögum.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira