Sport

Ég á nóg inni

Dimitar Berbatov ætlar að skora grimmt fyrir Tottenham í vetur
Dimitar Berbatov ætlar að skora grimmt fyrir Tottenham í vetur NordicPhotos/GettyImages

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov hjá Tottenham var ekki lengi að sýna hvað í honum bjó í gær þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á White Hart Lane eftir aðeins sjö mínútur í leik gegn Sheffield United. Þessi mikli markahrókur segist eiga nóg inni.

Berbatov var keyptur frá Leverkusen fyrir tæpar 11 milljónir punda í sumar og þótti mörgum það vera vafasöm kaup. Leikmaðurin er hinsvegar staðráðinn í að láta Tottenahm fá gott fyrir peninginn.

"Ég var keyptur hingað til að skora mörk og það ætla ég að gera. Það var frábært að ná að skora fyrsta markið strax í öðrum leik, en ég er sko hvergi nærri hættur og ætla að skora mörg í viðbót," sagði Búlgarinn.

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham var skiljanlega ánægður með framherjann sinn í gær, en það var þó helst enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon sem hreif stjóra sinn.

"Aaron Lennon þarf bara að læra að ná meiri yfirvegun í sinn leik. Hann er einn besti vængmaður sem ég hef séð á síðasta áratug. Hann hefur gríðarlegan hraða, en þarf að huga meira að leikskilningi sínum og þetta atriði er hann að bæta á hverjum degi á æfingum. Hann er aðeins nítján ára gamall og á bara eftir að þroskast aðeins, þá verður hann frábær leikmaður," sagði Martin Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×