Sport

Boltinn er í höndum Fenerbahce

Sam Allardyce, stjóri Bolti
Sam Allardyce, stjóri Bolti NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce hefur viðurkennt að Bolton sé í viðræðum við tyrkneska félagið Fenerbahce um kaup á framherjanum Nicolas Anelka og segist upp með sér yfir áhuga franska leikmannsins á að ganga í raðir Bolton. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni, því forráðamenn tyrkneska liðsins séu afar erfiðir í samningum.

"Ég ætla ekki að reyna að fela þá staðreynd að við erum að reyna að fá Anelka til okkar, en boltinn er algjörlega hjá Fenerbahce. Við höfum áhuga á að fá Anelka og hann vill koma til okkar, en eftir langar samningaviðræður verðum við að bíða og sjá hvað forráðamenn Fenerbahce ætla að gera næst. Vonandi náum við að landa þessu máli sem fyrst, en það er algjörlega undir þeim komið, ekki okkur," sagði Allardyce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×