Spá harðari lendingu 16. ágúst 2006 12:02 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira