Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó 15. ágúst 2006 14:00 Dikembe Mutombo leikur með Houston Rockets NordicPhotos/GettyImages Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Mutombo ólst upp í Kongó ásamt níu systkynum sínum, en flutti til Bandaríkjanna og stundaði nám við Georgetown-háskólann þar sem hann ætlaði sér upphaflega að verða læknir. Þetta átti eftir að breytast eftir að hann hóf að leika körfuknattleik, en knattspyrnan átti hug hans allan fram eftir aldri. Sjúkrahúsið í Kinshasa mun kosta um 2 milljarða króna í byggingu og ekki veitir af, því heilsugæslu er stórlega ábótavant í landinu. Eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í landinu deyja fyrir fimm ára aldur, sjúkdómar eins og Malaría, HIV, Mislingar og Kólera hafa grasserað þar lengi og lífslíkur fólks eru 42 ár fyrir karlmenn og 47 ár fyrir konur. Mutombo sjálfur var mjög hætt kominn árið 1999 þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Kongó, en þá veiktist hann af Malaríu og hneig niður eftir leik á undirbúningstímabilinu. Hann var færður á spítala í Atlanta, þar sem aðeins tilviljun réði því að læknar fundu út hvað var að honum. Svo ótrúlega vildi til að lærlingur frá Afríku var við störf á sjúkrahúsinu og þekkti einkennin, sem urðu til þess að bjarga lífi Mutombo. Hann hefur alla tíð verið mjög ötull við að gefa fé til góðgerðarmála í heimalandi sínu og er þessi nýjasta og rausnarlegasta gjöf hans eflaust gefin með atburði ársins 1997 í huga, en þá lést móðir hans af veikindum. Á þeim tíma var mikil ólga í Kinshasa og þó sjúkrahúsið væri stutt frá heimili hennar, tókst ekki að koma henni undir læknishendur í tæka tíð, því göturnar voru tepptar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Mutombo ólst upp í Kongó ásamt níu systkynum sínum, en flutti til Bandaríkjanna og stundaði nám við Georgetown-háskólann þar sem hann ætlaði sér upphaflega að verða læknir. Þetta átti eftir að breytast eftir að hann hóf að leika körfuknattleik, en knattspyrnan átti hug hans allan fram eftir aldri. Sjúkrahúsið í Kinshasa mun kosta um 2 milljarða króna í byggingu og ekki veitir af, því heilsugæslu er stórlega ábótavant í landinu. Eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í landinu deyja fyrir fimm ára aldur, sjúkdómar eins og Malaría, HIV, Mislingar og Kólera hafa grasserað þar lengi og lífslíkur fólks eru 42 ár fyrir karlmenn og 47 ár fyrir konur. Mutombo sjálfur var mjög hætt kominn árið 1999 þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Kongó, en þá veiktist hann af Malaríu og hneig niður eftir leik á undirbúningstímabilinu. Hann var færður á spítala í Atlanta, þar sem aðeins tilviljun réði því að læknar fundu út hvað var að honum. Svo ótrúlega vildi til að lærlingur frá Afríku var við störf á sjúkrahúsinu og þekkti einkennin, sem urðu til þess að bjarga lífi Mutombo. Hann hefur alla tíð verið mjög ötull við að gefa fé til góðgerðarmála í heimalandi sínu og er þessi nýjasta og rausnarlegasta gjöf hans eflaust gefin með atburði ársins 1997 í huga, en þá lést móðir hans af veikindum. Á þeim tíma var mikil ólga í Kinshasa og þó sjúkrahúsið væri stutt frá heimili hennar, tókst ekki að koma henni undir læknishendur í tæka tíð, því göturnar voru tepptar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira