Kjósa í fyrsta sinn 27. júlí 2006 19:11 25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð. Erlent Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira