Flugskeytum rignir yfir Líbanon 14. júlí 2006 18:30 Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn.Íslenskir flugvirkjar, sem eru í Beirút, leituðu í morgun skjóls fjær flugvellinum eftir aðra og harðari loftárás Ísraela.Ísraelar gerðu í dag enn eina árásina á mikilvægt samgöngumannvirki, að þessu sinni brú í suðurhluta landsins sem fór í sundur. Hundruð flugskeyta hefur beinlínis rignt yfir Líbanon í dag, aðalvegurinn á milli Damaskus og Beirút er í sundur og alls staðar þar sem Hizbollah liðar gætu mögulega haldið sig er ekki hikað við að gera árásir.Meira en sextíu hafa fallið í Líbanon í gær og í dag.Nær allir sem hafa látist eru óbreyttir borgarar og hræðslan er allsráðandi, enda ekkert grín að vita aldrei hvar næsta loftskeyti lendir.Allt byrjaði þetta með því að skæruliðar úr röðum Hizbollah rændu tveim ísralelskum hermönnum. Stjórnvöld í Ísrael telja nóg komið, eins og heimsbyggðin hefur fengið að verða vitni að.Um allan heim kveður þó við sama tón, aðgerðir Ísraela eru allt of harðar. Bæði Jacques Chirac Frakklandsforseti og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu fordæmdu árásirnar í dag og sögðu þær úr öllu samhengi.Sem fyrr eiga Ísraelar þó hauk í horni þar sem Bandaríkjamenn eru. Þeir beittu í gær neitunarvaldi, þegar lögð var fram ályktun innan ráðsins, þess efnis að Ísraelar létu þegar af hernaðaraðgerðum sínum, gegn því að hermennirnir tveir yrðu látnir lausir.Íslensku flugvirkjarnir þrír í Líbanon fara ekki varhluta af því sem er að gerast.Eftir árásirnar í morgun færðu flugvirkjarnir sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar og þar munu þeir halda sig, þangað til þeir komast í burt. Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn.Íslenskir flugvirkjar, sem eru í Beirút, leituðu í morgun skjóls fjær flugvellinum eftir aðra og harðari loftárás Ísraela.Ísraelar gerðu í dag enn eina árásina á mikilvægt samgöngumannvirki, að þessu sinni brú í suðurhluta landsins sem fór í sundur. Hundruð flugskeyta hefur beinlínis rignt yfir Líbanon í dag, aðalvegurinn á milli Damaskus og Beirút er í sundur og alls staðar þar sem Hizbollah liðar gætu mögulega haldið sig er ekki hikað við að gera árásir.Meira en sextíu hafa fallið í Líbanon í gær og í dag.Nær allir sem hafa látist eru óbreyttir borgarar og hræðslan er allsráðandi, enda ekkert grín að vita aldrei hvar næsta loftskeyti lendir.Allt byrjaði þetta með því að skæruliðar úr röðum Hizbollah rændu tveim ísralelskum hermönnum. Stjórnvöld í Ísrael telja nóg komið, eins og heimsbyggðin hefur fengið að verða vitni að.Um allan heim kveður þó við sama tón, aðgerðir Ísraela eru allt of harðar. Bæði Jacques Chirac Frakklandsforseti og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu fordæmdu árásirnar í dag og sögðu þær úr öllu samhengi.Sem fyrr eiga Ísraelar þó hauk í horni þar sem Bandaríkjamenn eru. Þeir beittu í gær neitunarvaldi, þegar lögð var fram ályktun innan ráðsins, þess efnis að Ísraelar létu þegar af hernaðaraðgerðum sínum, gegn því að hermennirnir tveir yrðu látnir lausir.Íslensku flugvirkjarnir þrír í Líbanon fara ekki varhluta af því sem er að gerast.Eftir árásirnar í morgun færðu flugvirkjarnir sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar og þar munu þeir halda sig, þangað til þeir komast í burt.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira